Katrín er dúx lagadeildar HR
26.11.2008 | 23:49
Eins og allir vita er Google skemmtilegt verkfæri sem má meðal annars nota til að athuga hvort fólk sem maður þekkir ekki sé áreiðanlegt eður ei. Ég athugaði því þessa Katrínu Oddsdóttur og eins og fram kemur á heimasíðu skólans þá dúxaði hún í lagadeild núna í vor. Af því má náttúrulega draga þá ályktun að Katrín þekkir betur til laga en 'aðrir nemendur skólans' og því finnst mér að fólkið í þessari grúppu ætti að hætta þessum barnalátum og fara að læra.
Auk þess er fáránlegt að HR fari að taka afstöðu til þess sem HR-ingar segja í fjölmiðlum með því að birta sumt en annað ekki.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 30.11.2008 kl. 03:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég gúglaði hana líka og komsta að því að hún er með master í mannréttindum frá London.
Alvöru gella sú arrna... og veit hvað hún syngur.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:04
Ég hef aðallega áhuga á ferningum og hringjum:-)
En góð ábending hjá þér.
prentvillupúkinn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:11
Katrín Oddsdóttir er ekki HR til sóma og engin ástæða að stæra sig af henni, hún hefur ekki gert neitt. Þið getið googlað hana að vild en hún er bara kjánaprik. Bendi ykkur á manni sem eitthvað vit er í og hefur verið marg oft á forsetalista HR, ef þið teljið að fólk sem hefur verið á þeim lista, viti meira um lög en aðrir, þá er þetta mælikvarði á hversu mikill kjáni Katrín sé, http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stolt-og-glei-sklans-mns.html Skoðið bloggið hans Mána og dæmið þetta eftir staðreyndum en ekki einhverjum æsingi í þessum svokallaða "sérfræðingi" almúgans sem er nú ekkert vit í.
Talandi um staðreyndir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:15
Var einmitt að vona að hún héldi aðra ræðu á Austuvelli og kannski á næsta Borgarafundi, hún brilleraði á Austurvelli sl. laugardag
Ísland þarf einmitt á að halda svona röddum eins og komið hefur frá henni.
Áfram Katrín !
ag (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:18
Er þetta fólk ekki bara ósammála. Ég held það sé mergur málsins!!! Þessi Máni er nú ekkert sérstaklega brattur! En það er bara mín skoðun.
Andri (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:23
Mér fannst hún Katrín virkilega góð. Það getur verið að eitthvað að því sem hún sagði standist ekki 100% bókstaf laganna, en það gerir heldur ekki það sem hún gagnrýndi. Hún talaði í skemmtilegum myndlíkingum og finnst mér einhverjir taka myndlíkingar hennar full bókstaflega. Ég skyldi ekki orð hennar þannig að efna ætti til "valdaráns" heldur láta stjórnvöld finna til tevatnsins, ef ekki væri hlustað á kröfu almennings um að eitthvað bitastætt væri gert til að vernda atvinnufólks, húsnæði þess og afkomu.
Marinó G. Njálsson, 27.11.2008 kl. 00:26
Sem nefndur Máni vil ég aðeins fá að leggja orð í belg.
Ég hef þegar útlistað hvað mér finnst athugavert við ræði Katrínar Oddsdóttur í tveimur bloggfærslum. Þær má finna á þessum vefslóðum: http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stolt-og-glei-sklans-mns.html og http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stjrnskipunarrttarkennsla-vi-hr.html .
Það er rétt að Katrín hefur vissulega staðið sig vel í námi hér við skólann. Mér hefur líka gengið ágætlega. Það geta allir lesið hennar ræðu og mitt blogg og gert svo upp hug sinn hvoru þeir vilja trúa. Hins vegar þyrfti enginn að gera það ef fjölmiðlar hér á Íslandi ynnu vinnuna sína og hefðu t.d. fyrir því að bjalla upp í lagadeild annars háskólans á höfuðborgarsvæðinu og bera sjónarmið Katrínar þar undir sérfræðinga í stjórnskipunarrétti. Það kusu fjölmiðlar ekki að gera og birtu hennar gífuryrði óritskoðuð, enda er hún mótmælandi og þá má ekki gagnrýna.
Bestu kveðjur,
Máni Atlason.
Máni Atlason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:34
Þessi Máni er ekki skarpasti hnífurinn í skúfunni.
Það er hinsvegar Katrín. Sú hefur bein í nefinu sem þessi Máni þyrfti að láta sér vaxa.
Maríno er með þetta hárrétt hér að ofan. Ég held að þessir KRAKKAR sem eru að gagnrýna alþýðuhetjuna og Dúxinn Katrínu séu öfundsjúkir kjánar.
Það sem er sorglegast í þessu öllu er að svona krakkar skuli rembast við að setja krafta sína í þetta mál. Þegar risavandamál og spilling er í stjórnkerfinu.
Ég held að þessir kjánar muni iðrast sinna gjörða í frammtíðinni og að ræða Katrínar verði einn af fáum minnisvörðum um þá sem stóðu vörðinn.
Þórður Már (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:41
Katrín er kannski dúx 1. árs lagadeildar HR, en hún virðist ekkert hafa lært neitt þar.
Guð má vita hvernig hún nær hærra en 8 í stjórnskipunarrétti og dregur svo þær ályktanir sem hún gerir í ræðu sinni.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:44
Beindu kröftum þínum að einhverju gáfulegra Máni.
Þú verður bara kjánalegur með þessa ritskoðunarstefnu þína. Við búum ennþá í frjálsu landi. Allavegana á yfirborðinu.
Þó má ljóst vera að við sjáum bara yfirborðið á gruggugu vatninu sem Bláa Höndinn rótar í svo enginn sjái botnfallið.
Enda með her lögfræðinga að fela sína slóð. Máni þú ert kannski einn af þessum Sjálfstæðismönnum sem er að reyna að beina sjónum fólks frá hinum raunverulegum vandamálun ?
Langflestum landsmönnum fannst ræðann hennar flott og táknræn.
Laganemar verða að átta sig á því að mörg málinn verða unninn á mannlega sviðinu ekki bara með lagabókstafnum. Þar stendur Katrín mun framar en þesssi smámenni hópur sem útá hana setur.
Gunnar Helgi. (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:52
Erm... Ég velti mér um á þessum forsetalista í nokkrar annir (þó ég hafi reyndar aldrei náð efsta sæti) en ég er samt reglulega sakaður um að fara með tóma steypu (og oft með réttu).
Það er hæpið að líta á þetta sem tryggingu fyrir því að fólk fari með rétt mál, sérstaklega þegar það er nýbyrjað í grunnnáminu.
ps. Það er nú hæpið að kalla okkur öll krakka Þórður Már, aldursdreifingin á nemunum hér í deildinni er örugglega einhver 30 ár!
Páll Jónsson, 27.11.2008 kl. 00:55
Guð hjálpi þá öllum þeim sem fengu lægra en hún. Hvað hafa þeir lært?
Annars um bloggfærslu Mána þá virðist hann vera haldinn einhverjum fordómum gagnvart Katrínu frá fyrri tíð. Til að mynda byrjar hann á því að telja upp fyrri störf Katrínar og gerir grín að þeim. Argumentum ad hominem myndu einhverjir kalla það. (Já og það er vissulega það sama og ég beitti hér að ofan.) Hins vegar virðist það sem á eftir kemur byggjast af því að túlka allt það sem Katrín segir mjög bókstaflega og oftúlka annað.
Til dæmis segir Katrín að eignarrétturinn hafi verið brotinn gagnvart þeim sem töpuðu þriðjungi sparifés síns af reikningum sem sagðir voru tryggðir. Þetta segir Máni að fái ekki staðist því að allir ættu að vita að þeir geti tapað á áhættufjárfestinum sem sjóðir vissulega eru. Þarna lítur hann hins vegar fram hjá aðalatriðinu í því sem Katrín sagði þ.e. það sem ég hef skáletrað hér að ofan. Við vitum nefninlega að síðustu mánuðina fyrir hrunið voru bankarnir að hringja í sparifjáreigendur og selja peningamarkaðssjóði sem algjörlega áhættulausa fjárfestingu. Það er, ef ekki stjórnaskrárbrot, að minnsta kosti lögbrot. Samt gerir ríkistjórnin ekki neitt. Það er það sem Katrín var að meina, það er þannig sem fólk skilur þetta og það er þess vegna sem fólk er reitt.
Ferningur, 27.11.2008 kl. 01:00
hehumm, eru fleiri en ég að taka eftir því að þeir sem eru hér hvað mest að gagnrýna frammistöðu Katrínar í laganáminu kunna engan vegin að skrifa á íslensku? Þeir slá fréttaskrifarana á mbl.is meiraðsegja út - ég hef aldrei áður vitað til þess að fullorðið fólk sem er að tjá sig um fyrirbæri einsog lög, menntun og valdarán sé svona illa skrifandi (flest börn gera líka betur). Þetta er hræðilegt að sjá, já ég meina ykkur Uni og Talandi. Ef þið ætlið upp á móti DÚXINU þá þurfiði að nota heilann
Ég hlustaði ekki á alla ræðu Katrínar og hef ekki heldur lesið hana ennþá, en það litla sem ég heyrði í fréttunum var flott, hún sendi frá sér góða og uppbyggilega strauma - töff og sæt Vonandi sést og heyrist meira af henni í framtíðinni...
Og loks vil ég taka það fram að ég fæ vandræðahroll fyrir hönd þessarar facebook-grúppu
halkatla, 27.11.2008 kl. 01:02
Anna Karen, það stutta innlegg sem ég skrifaði hér var ekki bara óaðfinnanlega stafsett, heldur var málfræðin og orðaforðinn til sóma.
Hins vegar er frábært að þú gerir upp hug þinn varðandi ræðu Katrínar að henni ólesinni og án þess að þú hafir skilning á grundvallar lögfræði.
Betra að hafa skoðun en skilning.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:13
Ferningur, þú skrifar:
"Guð hjálpi þá öllum þeim sem fengu lægra en hún. Hvað hafa þeir lært?"
Það er einmitt málið, og hefur greinilega pirrað marga laganema í HR. Allir fengu þeir jú lægri einkunn en Katrín, en allir skildu fagið nema Katrín.
Í besta falli muna þeir eftir því sem þeir lærðu, en Katrín hefur gleymt því.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:17
Þannig að próf í HR eru svo meingölluð að hægt er að fá hátt í þeim án þess að hafa nokkurn skilning á faginu?
Reikna líka með að Agnes hafi verið að vísa í orðasambandið "ekkert - neitt" sem þú notaðir í fyrsta innleggi þínu.
En þetta er nú farið að stefna út fyrir umræðuefnið.
Ferningur, 27.11.2008 kl. 01:22
Langar að benda á þá staðreynd vegna þess að allir sem eru að lofa málflutning Katrínar og benda á að hún hljóti að vita um hvað hún sé að tala fyrst hún náði því að dúxa að nefndur Máni Atlason hefur verið á sama lista, svo kölluðum forsetalista, allan sinn feril í HR og hefur lagt stund á fagið lengur en Katrín.
Listan má sjá á slóðinni; http://hr.is/?PageID=2624Jón Bergsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:26
Þá get ég ekki staðist þá freistingu að benda á að Katrín fékk hærri einkunn á fyrsta ári en Máni (þegar hann var á fyrsta ári) og auk þess að Máni er bara einu ári á undan Katrínu.
Ferningur, 27.11.2008 kl. 01:30
"Við vitum nefninlega að síðustu mánuðina fyrir hrunið voru bankarnir að hringja í sparifjáreigendur og selja peningamarkaðssjóði sem algjörlega áhættulausa fjárfestingu. Það er, ef ekki stjórnaskrárbrot, að minnsta kosti lögbrot. Samt gerir ríkistjórnin ekki neitt. Það er það sem Katrín var að meina, það er þannig sem fólk skilur þetta og það er þess vegna sem fólk er reitt."
Vissulega er það rétt að vel getur verið að um lögbrot sé að ræða. Það er hins vegar ekki stjórnarskrárbrot og það var sannarlega ekki ríkisstjórn Íslands sem hringdi í menn og bauð þeim að leggja fé sitt á peningamarkaðsreikninga.
Ég er ánægður að við erum þó sammála um þetta, kæri Ferningur :)
Máni Atlason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:33
Ferningur, skrifar: "Reikna líka með að Agnes hafi verið að vísa í orðasambandið "ekkert - neitt" sem þú notaðir í fyrsta innleggi þínu."
Reikna með því líka, en klukkan er margt og það er ekki hægt að leiðrétta innsláttarvillur.
Innsláttarvillur eru ekki vont mál, hins vegar er vont mál t.d. þegar maður skrifar "eru fleiri en ég að taka eftir því" í stað "taka fleir en ég eftir því að", "meiraðsegja" í stað "meira að segja", "fólk sem er að tjá sig" í stað "fólk sem tjáir sig" og "þá þurfiði að nota" í stað "þá þurfið þið".
En eins og þú segir, þá er þetta að stefna út fyrir umræðuefnið.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:01
Mér er sama hvað þessum litlu lagadindlum finnst sem treysta á fjölskyldutengsl og öruggar stöður í boði Flokksins. Katrín flutti MJÖG hressilega ræðu á Austurvelli og túlki hana hver sem vill. HR hlýtur að vera hreiður arnarins ef það er útbreidd skoðun þar að ekki megi birta efni sem þetta á heimasíðunni. Hvað þá með nýfrjálshyggjuprédikanir?
Sigurður Hrellir, 27.11.2008 kl. 09:39
Eitt sem mig langar að benda á í öllu þessu: áhættufjárfesting sem er sögð vera trygg.
Áhættufjárfesting er aldrei trygg. Það felst í eðli fjárfestingarinnar, að ég tali ekki um nafni hennar, að henni fylgir áhætta.
Að hinu. Aðgerðir bankanna, að segja tryggingu vera til staðar þegar svo er ekki, falla ekki undir stjórnarskrárbrot, ekki frekar en fjárdráttur eða önnur efnahagsbrot. Athugasemdir laganemanna við HR grundvallast á því, að með því að kynna sig sem laganema við HR við flutning opinberrar ræðu, verður hún ósjálfrátt mælikvarði á námið sem þar er stundað. Þegar farið er með kolvitlaust mál gefur auga leið að það rýrir trúverðugleika námsins.
Það er eingöngu sá hluti sem verið er að gagnrýna. Hvort ræðan lyfti baráttuvilja almennings er annað mál.
Birgitta (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:50
Þetta er alveg bráðfyndið. Ótrúlega sjálfumglatt hrokafullt snobb-pakk hér á ferð að gjörsamlega rústa orðspori skóla síns. Guð forði okkur frá nýjum Gísla Marteini.. sendum Mána strax á launum til edinborgar.
kv e
einar (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:42
STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!
HÆTTUM AÐ BRJÓTA UPP LÖGREGLUSTÖÐINA OG GRÝTA ALÞINGISHÚSIÐ EÐA ÉG KEM MEÐ EGG OG KASTA Í ALLA ÞÁ SEM VOGA SÉR AÐ VEITAST AÐ YFIRBYGGINGU LÝÐRÆÐISLEGS SAMFÉLAGS. ÉG ÆTLA LÍKA RÉTT AÐ VONA AÐ LÖGREGLAN VERÐI ÞARNA MEÐ MÉR OG SINNI SÍNU STARFI. EF AÐ PIPARÚÐINN ER NAUÐSYNLEGUR ÞÁ Á HIKLAUST AÐ BEITA HONUM.
EF ÞETTA HEFÐI GERST Í BANDARÍKJUNUM EÐA BARA Í EINHVERJU EÐLILEGU RÍKI ÞÁ HEFÐI LÖGREGLAN EKKI BEITT PIPARÚÐA EF FÓLK REYNDI AÐ BRJÓTAST INN Í LÖGREGLUSTÖÐINA. HÚN MYNDI BEITA BYSSUM!
ÞAKKIÐI BARA FYRIR AÐ VERA BARA MEÐ SMÁ SVIÐIN AUGU OG HUGSIÐ YKKUR TVISVAR UM ÁÐUR EN ÞIÐ RÁÐIST AFTUR AÐ LÖGREGLUSTÖÐINNI!
KV. ANDMÓTMÆLANDI !
Stöndum vörð um lýðræðið (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:59
Flestir hér virðast halda að gagnrýnin snúist um stjórnmálaskoðanir hlutaðeigandi aðila. Réttast að halda því til haga að gagnrýnin felur í sér gagnrýni á efnisleg atriði ræðunnar. Um leið og efnislega rangar ræður opinberlega verða samþykktar og eðlilegar þá erum við á hættulegri braut.
Blahh (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:36
Ég vann í banka og var að kynna þessa sjóði fyrir fólki, við kynntum þá aldrei sem áhættulausa fjárfestingu, allavegnna ekki í mínum banka, þær voru heldur ekki kynntar sem slíkar á heimasíðum bankanna.
Svo finnst mér ótrúlegt að Katrín sem er dúx við HR og með master í mannréttindum kunni þessi lög ekki betur.
Mér finnst samt staðfesting á að fólk hafi tekið eftir þessum staðreyndarvillum, því fólk vill horfa fram hjá þeim og kalla þær myndlíkingar.
Svo getur líka vel verið að hún sé góð í lögum en ætli sér ekki að fara eftir þeim og hvetji aðra til lögbrota. Þeir sem ætla á svig við löginn kunna þau oft vel.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:57
Er Gunnar í Krossinum ekki geysilega fróður um biblíuna? Nei bara pæling... (sjáið það samhengi sem þið viljið út úr þessu)
Doddi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:43
Katrín er Frábær
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.